Verið velkomin á sýninguna
hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Eiðistorgi
1. okt. til 4. nóv. 2019
HANDVERK OG HÖNNUN hélt sýningu á Eiðistorgi í október 2019. Undanfarin ár hefur októbermánuður verið tileinkaður baráttu gegn krabbameini hjá konum og hefur bleiki liturinn verið einkennislitur mánaðarins.
Að þessu tilefni var opnuð bleik sýning í húsnæði HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Eiðistorgi. Sýningarmunir voru fjölbreyttir en áttu það allir sameiginlegt að vera bleikir.
Óskað var eftir munum á sýninguna og var bleiki liturinn eina skilyrðið. Tuttugu og fjórir listamenn og hönnuðir áttu verk á sýningunni: Arndís Jóhannsdóttir, Bjarni Sigurðsson, DayNew (Dagný Gylfadóttir), Dóra Emils, Guðrún Halldórsdóttir, Guðrún Kolbeins, Halla Ásgeirsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hjartalag ( Hulda Ólafsdóttir), Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Ingunn Erna, Margrét Guðnadóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Olga Bergljót, Ragna Ingimundardóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Svafa Björg Einarsdóttir, USart/design (Unnur Sæmundsdóttir), Úlfar Sveinbjörnsson, Þórdís Baldursdóttir og Þórdís Sigfúsdóttir.
Á sýningunni söfnuðust 59.000 kr. sem runnu til Krabbameinsfélagsins en verkin á sýningunni voru til sölu rann hluti seldra verka til Bleiku slaufunnar.