Sýningin var fyrst haldin í Ráðhúsinu árið 2006 og hefur verið gríðarlega vinsæl frá upphafi og dregið að sér þúsundir gesta. Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem eru á staðnum og kynna vörur sínar á sýningunni. Gróskan er mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðnaði og fjölbreytnin mikil.
Þar sem sýningin féll niður árin 2020 og 2021 vegna covid-faraldursins var það mikið gleðiefni að halda hana að nýju og var greinilegt að fólk kunni vel að meta það að geta komið á sýninguna en mikil aðsókn var alla dagana sem sýningin stóð yfir,
Gerð var könnun meðal þeirra sem tóku þátt í sýningunni.