Byrjendanámskeið í hekli hefst miðvikudaginn 8. febrúar í Heimilisiðnaðarskólanum við Nethyl 2e. Námskeiðið er kjörið fyrir þá sem vilja kynnast töfraheimi heklsins. Kennt er þrjú miðvikudagskvöld 8., 15. og 22. febrúar kl. 18-20.
Kenndar eru grunnaðferðir í hekli og nemendur læra að lesa bæði skrifaðar og teiknaðar uppskriftir. Loftlykkja, keðjulykkja, fastapinni, hálfstuðull, stuðull og tvöfaldur stuðull. Nemendur hekla nokkrar prufur og fá að lokum aðstoð við verkefni að eigin vali. Kennslugögn fylgja. Nemendur komi með heklunál nr. 4,5 og tvo til fjóra liti af garni t.d. kambgarn og nál. Efni fæst í verslun HFÍ.
Kennari á námskeiðinu Guðný María Höskuldsdóttir textílkennari. Námskeiðsgjald: 14.400 kr. (12.960 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið. Skráning á netfangið skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 515 5500.
Fjöldi námskeiða er í boði í Heimilisiðnaðarskólanum sjá nánar á www.heimilisidnadur.is