NYTJALIST AÐ AUSTAN
Lára Vilbergsdóttir
Vörulínan er unnin í samstarfi Láru Vilbergsdóttur og hönnuða og handverksmanna á Austurlandi. Unnið er með efnivið skógarins og markmiðið að hanna og framleiða nytjahluti sem hægt er að nýta á fjölbreytilegan hátt og koma með ferskan hlýleika skógarins inn í híbýli fólks á ný. Efniviðurinn er alltaf í fyrsta sæti og er lagt upp með að hann njóti sín og verði vonandi staðgengill plast og gerviefna.