Fróðleikur

Hönnunarvernd og einkaleyfi

Hugverkastofan er ríkisstofnun undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Hlutverk stofnunarinnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar. Stofnuninni ber að veita einstaklingum, stofnunum og atvinnufyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi í iðnaði. Þá ber stofnuninni að stuðla að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi. 

→ Allar upplýsingar á vef Hugverkastofunnar

 

Hvernig gerum við góða ferilskrá?

Unnið uppúr erindi sem Hrafnhildur Sigurðardóttir myndlistarmaður flutti á Málþingi HANDVERKS OG HÖNNUNAR í Norræna húsinu þann 9. mars 2009

Leiðbeiningar um gerð ferilskráa á pdf formi

Á vef Framvegis má finna nokkrar útgáfu af uppsetningu ferilskráa og sniðmát sem auðvelt er að fylla inn í.

 

Gerð viðskiptaáætlana

Ýmsar gagnlegar upplýsingar má finna á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem gott er að hafa til hliðsjónar við gerð viðskiptaáætlana. Góð viðskiptaáætlun inniheldur vel uppsetta samantekt, lýsingu á viðskiptahugmyndinni, upplýsingar um vöruna, stjórnun og skipulag, markaðinn og samkeppnina, markaðsstefnu og áætlun og hvernig fjármálum verði háttað. Sjá nánar hér.

 

Stofnun fyrirtækja. Formreglur, réttindi og skyldur

Á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands  má finna greinagóðar upplýsingar um stofnun fyrirtækja. Einnig má hér finna útgáfu bókar 
um efnið frá árinu 2015, ritið var unnið í samvinnu við Ax hugbúnaðarhús og Háskólann í Reykjavík.

 

Markaðsáætlanir 

Þetta rit gefið út af Nýsköpunarmiðstöð Íslands á að aðstoða þá sem vilja á einfaldan og markvissan hátt tileinka sér fagleg vinnubrögð við gerð markaðsáætlana.
Hér er ritið á pdf formi