Fréttir

Handverk og hönnun óskar eftir sýningarstjórum á skrá/Crafts and Design is seeking curators for potential collaborations

Handverk og hönnun óskar eftir sýningarstjórum á skrá.

Taktu þátt í að móta framtíð vinnustofudvala (residency) fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum

Taktu þátt í að móta framtíð vinnustofudvala (recidendy) fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum. Könnun:Vinnustofudvalir fyrir handverkslistamenn á Norðurlöndum

PoP-UP Lifandi handverk í Ráðhúsi Reykjavíkur!

Á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem fer fram dagana 7-11 nóvember munu tveir listamenn sýna lifandi handverk sitt. Þessir sérstöku pop-up viðburðir munu fara fram laugardaginn 9. nóv og sunnudaginn 10. nóv. Á viðburðunum munu listamenn vera að vinna að sínu handverki og hönnun og sýna gestum sýningarinnar sérhæft handbragð og verklag sitt.

HANDVERK OG HÖNNUN í ráðhúsi Reykjavíkur 2024

Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN í ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið haldin árlega í 21 ár og þann 7.-11. nóvember næstkomandi fer hún fram í 22. sinn. Árlega sækja þúsundir manns sýninguna og hefur viðburðurinn fest sig í sessi sem fyrsta skref í undirbúningi jóla.

Leiðsögn listamanns og síðustu dagar sýningarinnar RÆTUR

Síðustu dagar sýningarinnar RÆTUR standa nú yfir í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi 15. Fríða S. Kristinsdóttir sýnir þrívíð verk úr textíl, vefnaði og blandaðri tækni. Loka dag sýningar, laugardaginn 5. október kl. 14.00, mun listamaðurinn vera með leiðsögn um sýninguna, allir velkomnir. Mótökur sýningarinnar hafa verið framúrskarandi og hvetjum við alla til láta ekki þessa sýningu framhjá sér fara. Opið er fimmtudag (3. okt), föstudag (4. okt) og laugardag (5. okt- loka dagur) frá kl 11-17

Til umsækjenda um Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur 2024

Kæru umsækjendur á Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur 2024 Vegna framlengingu á umsóknarfresti til 20. sept munu svör við umsóknum seinka um eina viku til að tryggja faglega yfirerð og afgreiðslu umsókna. Búast má við svörum í næstu viku (6-12 okt). Við biðjumst velvirðingar á seinkuninni. Í kjölfar svarbréfa mun sýnendum vera boðið á kynningarfund fyrir sýninguna. Ef frekari spurningar koma upp varðandi ferlið má hafa beint samband við framkvæmdastóra Handverk og hönnun á netfangið edda@handverkoghonnun.is

Sýningin RÆTUR í sýningarsal Handvers og hönnunar

,,Vefur, vefstaður, vefstóll, að vefa hefur verið mér hugleikið í nokkra áratugi. Ég er alin upp við mikilvægi handverks og hef búið til í höndunum frá unga aldri. Á þessari sýningu fer ég yfir farinn veg. Öll verkin eru unnin á árunum 1993 – 2005. Flest verkanna eru unnin með tvöföldum vefnaði, svokölluðum pokavef, en líka með blandaðri tækni. Verkin eru unnin úr hör, koparvír, tinhúðuðum vír, pappírsþræði, handgerðum pappír, kozo, fiskroði, gömlum sendibréfum og fleiri efnum. " - Fríða S. Kristinsdóttir

HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur 2024 Umsóknarfrestur framlengdur til 20.september

HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur 2024 Umsóknarfrestur framlengdur til 20.september

Afmælissýning Textílfélagsins 50/100/55

Á þessu ári fagnar Textílfélagið 50 ára afmæli með veglegri sýningu á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum. Þátttakendur á sýningunni eru 57 sem er um helmingur félaga og sýnd verða yfir 100 verk.

HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur 2024 - Opið fyrir umsóknir

Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur verður haldin 07.22.24 -11.11.24 og þá í 21 sinn en hún var fyrst haldin í Ráðhúsinu árið 2006. Gróskan er mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðnaði og fjölbreytnin mikil. Sýningin hefur verið mjög vinsæl frá upphafi og dregið að sér þúsundir gesta.