Á sýningunni í ár birtast okkur glaðlegar peysur af öllum stærðum og gerðum.
Hver og ein er sérstök þar sem mismunandi efnum er raðað saman á nýjan hátt.
Stundum óvæntar samsetningar en oftast vandlega úthugsaðar.
Hér er verið að fullnýta hráefni sem safnast upp í hillur á vinnustofunni.
Að fullnýta allt sem til fellur er skemmtilegt verkefni og um leið umhverfisvænt.
Hjá Utanum hafa undanfarin mörg ár verið hannaðar og framleiddar prjónavörur úr sérhönnuðum efnum frá prjónaverksmiðju Varma.