Nú styttist í útgáfu 100 ára sögu Heimilisiðnaðarfélagsins eftir Áslaugu Sverrisdóttur sagnfræðing. Bókin Handa á milli mun koma út nú á haustdögum en útgáfuhóf verður tímasett fljótlega.
Hægt er að forpanta bókina á einstöku kynningarverði 7.100 kr. með því að senda póst á hfi@heimilisidnadur.is (vinsamlegast látið kennitölu greiðanda fylgja). Bókin er kostagripur, ríkulega myndskreytt. Það er Sögufélag sem gefur bókina út.