30 (ÞRJÁTÍU) – 30 ára afmæli Félags trérennismiða á Íslandi! 🎉
Í apríl fögnum við þrem áratugum af eldmóði, fagmennsku og skapandi handverki!
Hvar? Handverk og hönnun, Eiðistorgi 15
Hvenær? 1.–30. apríl 2025
Félag trérennismiða á Íslandi fagnar 30 ára afmæli á árinu og af því tilefni ætlar félagið að standa fyrir 30 daga viðburði í apríl. Meðlimir félagsins taka yfir húsnæði Handverks og hönnunar á Eiðistorgi og breyta því í alvöru rennismiða vinnustofu þar sem félagsmenn skiptast á að mæta og renna ýmsa gripi úr ólíkum viðartegundum
Frá 1.–15. apríl gefst gestum kostur á að fylgjast með skapandi ferlinu í beinni! – þar sem trérennismiðir vinna að list sinni við vélar og búnað á staðnum. Athugið: Rýmið er lokað fyrir almennar gestakomur á meðan trérennismiðir eru að störfum, en hægt verður að fylgjast með ferlinu í sýningargluggum rýmisins og einnig á lifandi streymi hér:
Sýningin "30 (ÞRJÁTÍU)" opnar 23. apríl kl 14.00 og stendur til 30. apríl. Þar gefst gestum tækifæri til að sjá þau handverk sem til hafa verið í faglegum höndum trérennismiðanna – unnin með djúpri þekkingu og einstakri nákvæmni. Allir velkominir !
🌀 Þetta er jafnframt fyrsti viðburðurinn í röð nýs samstarfsverkefnis YFIR TAKA, þar sem Handverk og hönnun býður félagasamtökum handverkslistamanna að taka yfir rýmið og bjóða upp á sýningar, vinnustofur, fyrirlestra og aðra viðburði.
Komdu og upplifðu lifandi handverk í allri sinni dýrð – og taktu þátt í því að fagna 30 ára vegferð trérennismiða á Íslandi!