Boðið verður upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna með leikjum, lifandi tónlist, sánabaði, sögusýningu, matar smakki og margt margt fleira. Um kvöldið verður boðið upp á útitónleika með grænlensku popphljómsveitinni Nanook og norsku hip-hop stjörnunni Miss Tati. Frítt er inn á hátíðina og sala á mat og drykk verður í höndum matarvagna á svæðinu. Hátíðarhöldin hefjast kl. 10:00 með fríum morgunverði í stóru tjaldi fyrir utan Norræna húsið.
Kynnir og stjórnandi leikja er Sigyn Blöndal umsjónarmaður Stundinnar okkar
Dagskráin 25. ágúst
10.00-11.30 Morgunverður fyrir alla í garðinum/tjaldinu
Hvernig er best að koma í veg fyrir matarsóun? Fyrirtækin Brauð og co. og Krónan sýna okkur eitt og annað.
10.30-14.00 Norrænir leikir undir stjórn Sigyn Blöndal, Fjölskyldujóga með Evu Dögg, Bíó, andlitsmálning, snúningsbrauð, norskar skonsur o.fl.
14.00-15.45 Tónleikar – Ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk spilar á stóra sviðinu. RuGl, Gróa og Flóni.
16.00-16:15 Vígsla á nýrri bryggju í vatnsmýrinni sem er gjöf frá Reykjavíkurborg.
16.15-16.45 Nanook spilar órafmangað á brúnni/gróðurhúsinu.
17.00-19:00 Barinn opnar í hátíðartjaldinu, Pub Quiz með Arnari Eggerti. Nordic Playlist
19.00-22.30 Tónleikar á stóra sviðinu – Nanook, Miss tati og SEINT.
Kynnir kvöldins er tónlistarsérfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen