16. febrúar, 2023
FG
Á sýningunni á sýningunni sem haldin er í Gerðarsafni, rekja listamennirnir upp þræði sögu nýlenduhyggju, kúgunar, yfirtöku og jaðarsetningu í verkum sínum. Efniskennd umlykur verkin hreinsandi krafti þar sem þau greiða úr hugmyndum um sjálfsmynd og marglaga sambandi okkar við uppruna og arfleifð. Útkoman er nærgöngul og ögrandi, viðkvæmnislega vongóð en umturnar um leið gildismati okkar á kraftmikinn hátt.
Sýningarstjóri er Daría Sól Andrews.
Listamennirnir Kathy Clark, Sasha Huber, Hugo Llanes, FridaOrupabo, Inuuteq Storch og Abdullah Qureshi rekja upp þræði sögu nýlenduhyggju, kúgunar, yfirtöku og jaðarsetningu í verkum sínum. Þau endurvekja hefðbundið handverk og leiðir til skráningar og varðveislu í verkum sem birta brotakennda sögu þeirra jaðarsettu. Efniskennd verkanna (textíll, myndavél, snerting handa, líkaminn) umlykur þau hreinsandi krafti þar sem þau greiða úrhugmyndum um sjálfsmynd og marglaga samband okkar viðuppruna og arfleifð.
Í verkum sínum greiðir listafólkið úr hugmyndum um sjálfsmynd og samsömun og afhjúpa þannig flækjurnar á bak við þá hugmynd að uppruni okkar skilgreini hver við erum. Þau kanna þær flóknu sögur sem liggja að baki ofbeldi nýlendu- og kynþáttahyggju með því að taka innblástur frá einstökum tengslum sínum við fjölskyldu, áföll, minni og gleymsku.
Í gegnum ljósmyndun, saumaskap, skúlptúr, vefnað, málun og upptökur er rýnt af tilfinningu í frásagnir af trúarlegum ofsóknum, kúgun og hinseginleika. Útkoman opnar samtal á persónulegan en ögrandi hátt í verkum sem eru nærgöngul en ögrandi, viðkvæmnislega vongóð en umturna um leið gildismati okkar á kraftmikinn hátt.
Sýningin stendur til 21. maí 2023.