AF JÖRÐU - sýningaropnun 21. október

AF JÖRÐU

Í húsnæði Handverks og hönnunar á Eiðistorgi Seltjarnarnesi. Opnun með léttum veitingum laugardaginn 21. október kl. 15:00-18:00 Opnunartímar sýningar: Virka daga kl 13:00-16:00  og laugardaga kl 14:00-17:00 Sýningunni lýkur laugardaginn 4. nóvember.

Elín Guðmundsdóttir, Guðrún Indriðadóttir og Ingunn Erna Stefánsdóttir

Elín Guðmundsdóttir

  • LHÍ, listkennsludeild, útskrift 2004.
  • Haystack Mountain School of Crafts, Maine 1989.
  • MHÍ, leirlistadeild, útskrift 1988. Myndlistarskólinn á Akureyri, 1984-1985.

Að vinna í leir tengir mig mjög sterkt við náttúruna því frumkraftarnir fjórir, jörðin, eldurinn, loftið og vatnið skipa stórt hlutverk í allri vinnu með leirinn. Mér finnst mikilvægt að gæða verkin mín einhverskonar lífi og því verða þau oft á mörkum nytjahluta og skúlptúrs og líkjast þá ýmiss konar lífverum eins og fuglum, fiskum eða furðuskepnum. Einnig má finna áhrif frá íslenskri náttúru eða þjóðtrú í verkum mínum. Verkin mín eru öll handmótuð og samsett úr leirplötum og ósamhverfa þeirra gerir hvern hlut einstakan.

Guðrún Indriðadóttir

  • Haystack Mountain School of Crafts.
  • International Ceramics Studio, Kecskemét, Ungverjaland 2002.
  • MHÍ, leirlistadeild, útskrift 1988. Myndlistarskólinn í Reykjavík, 1983-4.
  • Den frie kunstskole, Odense, 1982-3.
  • Þátttakandi í fjölmörgum sýningum bæði á Íslandi og víða í Evrópu.

Það er svo stórkostlegt að geta skapað sitt eigið hugarfóstur. Sjá jörðina sjálfa umbreytast í eitthvað fallegt, áhugavert eða notadrjúgt fyrir þann sem tekur við því. Í vinnu minni með leirinn hef ég ekki aðeins kynnst efninu heldur einnig sjálfri mér. Hann hefur kennt mér bæði þolinmæði og þolgæði. Eins og í hverju ástarsambandi verður maður að leggja sig fram, gefa af sjálfum sér til að geta þegið á móti. Hrífast með en missa þó aldrei tökin og umfram allt njóta hverrar stundar.

Ingunn Erna Stefánsdóttir

  • MHÍ, leirlistadeild, útskrift 1985.
  • MHÍ, kennaradeild, útskrift 1968.
  • Þátttakandi í ótal sýningum námskeiðum.
  • Hefur kennt bæði myndlist og leirlist.
  • Verk í opinberri eigu, Selásskóli, Reykjavíkurborg.

Umhverfið hefur alltaf haft áhrif á mig, allt frá því að ég var að alast upp í fjöruborðinu á Kársnesinu. Fyrir mér er myndlistin órjúfanleg heild af umhverfinu, listin fléttast alls staðar saman við lífið sjálft bæði sjónrænt og tilfinningalega. Það er einstök upplifun að finna leirinn ummyndast í höndunum, sjá hann taka völdin í ofninum og umbreytast í óvænta dýrð, listaverk í samvinnu efnisins, náttúrunnar og mín.

Viðburðurinn á facebook