04. nóvember, 2021
FG
Hulda Ólafsdóttir í Hjartalagi og Kristín S. Bjarnadóttir í Blúndum og blómum, bjóða til fjölbreyttrar hönnunar- og handverkssýningar í nóvember.
Sýningin verður haldin í björtum sal Rauða krossins, Viðjulundi 2, Akureyri dagana 12.-14. nóv.
Hulda kynnir til sögunnar nýju vörulínuna sína Jökul, ásamt fleiru, og Kristín kynnir meðal annars nýjasta árgang Blúndu og blóma dagatala og korta. Auk þeirra verða tíu aðrir gestasýnendur með fjölbreytt úrval af vandaðri hönnun og gæða handverki:
Agndofa - Sigrún Björg Aradóttir
Engi þurrblómaskreytingar - Guðbjörg Helga Lindudóttir
Handbróderaðir púðar - Þórdís Jónsdóttir
Handgerðir jólasveinar - Svava Daðadóttir
Hm Handverk - Hildur Marinósdóttir
LINDA ÓLA art - Linda Björk Óladóttir
Mórúnir - handlituð íslensk ull og ný barnabók! - Guðríður Baldvind.
Myndlist_ÁB - Ásta Bára Pétursdóttir
Urtasmiðjan The Herbal Workshop - Bylgja Sveinbjörnsdóttir
Rauði krossinn verður með kökubasar
Opnunartími:
Föstudaginn 12. nóv. kl. 20-22
Laugardaginn 13. nóv. kl. 13-17
Sunnudaginn 14. nóv. kl. 13-17
Sjá nánar um sýninguna hér