AGUSTAV - sýning á Eiðistorgi

Húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtækið AGUSTAV sýnir falleg og vönduð húsgögn hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Eiðistorgi. 

Gústav Jóhannsson og Ágústa MagnúsdóttirAGUSTAV er húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtæki starfrækt á Íslandi, það er rekið af hjónunum Gústavi Jóhannssyni og Ágústu Magnúsdóttur. Allar vörur AGUSTAV, stórar sem smáar, eru hannaðar og smíðaðar af ástríðu fyrir vönduðu handverki og tímalausri hönnun. AGUSTAV vinnur með heildstætt hönnunar- og framleiðsluferli þar sem notagildi og fagurfræði kallast á. Fyrsta vara AGUSTAV, Bókasnaginn, er verðlaunuð hönnunarvara og hefur verið seldur um gjörvallan allan heim. Umfjallanir um AGUSTAV hafa birst í heimsþekktum tímaritum og blöðum s.s. Vogue, Tatler Magazine, GQ, Berlingske Business ofl. AGUSTAV leggur mikið uppúr umhverfisvænni framleiðslu og gróðursetur tré fyrir hverja selda vöru. 

AGUSTAV heldur úti sýningarrými og verkstæði að Funahöfða 3, 110 Reykjavík.

Opið er alla virka daga milli 10-17 og eftir samkomulagi.

Innan gengt er af sýningarrýminu á verkstæðið og hægt að komast í beina tengingu við uppruna vörunnar og sjá hvar hún verður til. 

Nánari upplýsingar má finna á www.AGUSTAV.is og í síma 823 0013. 

Facebook: @AGUSTAVfurniture

Instagram: @AGUSTAVfurniture

Sýningin mun standa út ágúst 2018.