All Around

HANG AROUND / POOL AROUND / FLY AROUND

SÝNING Í ÁSMUNDARSAL 17. JÚNÍ 2021 - 11. JÚLÍ 2021

OBJECTIVE

Þverfaglega hönnunarteymið Objective samanstendur af Jónu Berglindi Stefánsdóttur textílhönnuði og Helgu Láru Halldórsdóttur fatahönnuði. Þær hafa starfað saman frá árinu 2018 eftir að hafa báðar lokið meistaranámi í textíl og fatahönnun við The Swedish School of Textiles.

Objective rannsakar mörk skúlptúrsins og leitast við að setja hann í nýtt samhengi með notkun líkamans sem efnivið. Leikur, húmor og líkamleiki eru lykilhugtök í aðferðafræði Objective og eru auðsjáanleg í gegnum allt hönnunarferlið ásamt niðurstöðu. Þessi hugtök skila sér ósjálfrátt í sýningarform teymisins, en oft er þörf á að virkja verkið með aðkomu líkamans á einhvern hátt og þar með fullgera verkið.

Sjá nánar á vef Ásmundarsalar