Megináhersla Önnu er á þæfingu. Öll verkin á sýningunni Textile Graffo eru handþæfð ull á pappír, útsaumur og þræðir utanum vír.
Innblástur sýningarinnar Textile Graffo eru minningar Önnu frá ferðum hennar um heiminn en hún hefur tekið mikið af myndum af veggjakroti. Hér notar hún textíl til að búa til veggjakrot. Ramminn táknar vegginn fyrir veggjakrot, verkin eru veggjakrotið sjálft og vírinn útúr rammanum sýnir að veggjakortið virðir engin mörk. Skuggarnir eru af mismunandi stærðum og gerðum og eru síbreytilegir og þannig er veggjakrotið líka.
Sýningin stendur til 10. nóvember 2019.