Auglýst eftir tillögum!

Sýning í Duus Safnahúsum í Reykjanesbæ 30. ágúst – 4. nóvember 2018 (opnar á Ljósanótt).

Sýningin er samvinnuverkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR og Listasafns Reykjanesbæjar.

HANDVERK OG HÖNNUN og Listasafn Reykjanesbæjar mun í haust standa fyrir sýningu fengið hefur vinnuheitið „Framhaldslíf“.
Allir hönnuðir, handverks- og listiðnaðarfólk geta sótt um þátttöku.

Ragna FróðaMeginþema þeirrar sýningar er: Umhverfismeðvitund - Endurnýting – Endurnotkun – Endurgerð.
Með þessari sýningu erum við að hvetja hönnuði og handverksfólk til að senda inn verk sem eru unnin á umhverfisvænan hátt úr endurunnu hráe

Sýningarstjóri hefur verið ráðin Ragna Fróða.

Það er föst venja hjá Reykjanesbæ að bjóða gunnskólanemendum í safnið á hverju hausti og ákveðið hefur verið að þessi sýning verði skólasýningin haustið 2018 hjá öllum grunnskólum í Reykjanesbæ.

Skilafrestur:

Áhugasamir sendi inn lýsingu á verki og/eða mynd sem fyrst en í síðasta lagi mánudaginn 11. júní 2018 á handverk@handverkoghonnun.is

Nánari upplýsingar:

Ragna Fróða:  ragnafroda@gmail.com 

HANDVERK OG HÖNNUN, Sunneva Hafsteinsdóttir: sunneva@handverkoghonnun.is