Áfangastaðurinn Austurland opnar nýjan vef www. austurland.is og kynnir hvernig áfangastaðarhönnun getur haft áhrif á samfélagsþróun.
Austurland make it happen again mun endurspegla austfirskt samfélag sem vill nota hönnun og skapandi ferli sem drifkraft. Meðal þátttakenda eru Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður, Elísabet Karlsdóttir (Alvara) fatahönnuður, Guðmundur Úlfarsson leturhönnuður, Ró collection, verðlaunaverkefnið Designs from Nowhere, Áfangastaðurinn Austurland, Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði, Ólafur Ágústson matreiðslumaður, Svanur Vilbergsson gítarleikari, pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar, Prins Póló og fleiri fjöllistamenn.
Föstudagur 24. mars
12.00 Opnun. Austfirskur matseðill í hádeginu.
13:00–19.00 Pecha Kucha og leiðsögn um sýninguna
19:00 Austfirskur kvöldverðarseðill
19:30–23:00 Austfirsk tónlistarveisla. Pönk, DJ og sjálfur Prins Póló