Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.
Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar.
Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu.
Barnamenningarhátíð í Reykjavík er ein af megin þátttökuhátíðum borgarinnar.
Verkefnastjórn á Skrifstofu menningarmála og sameiginlegur verkefnastjóri barnamenningar Menningar- og ferðamálasviðs og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hafa yfirumsjón með framkvæmd hátíðarinnar.