Undanfarin ár hefur októbermánuður verið tileinkaður baráttu gegn krabbameini hjá konum og hefur bleiki liturinn verið einkennislitur mánaðarins. Á sýningu HANDVERKS OG HÖNNUNAR, Bleikur október sem haldin var að þessu tilefni söfnuðust 59.000 kr. sem runnu til Krabbameinsfélagsins. Verkin á sýningunni voru til sölu rann hluti seldra verka til Bleiku slaufunnar.