BLEIKUR OKTÓBER

Sýning hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Eiðistorgi

01.10 - 04.11 2019

HANDVERK OG HÖNNUN heldur sýningu á Eiðistorgi í október. Undanfarin ár hefur októbermánuður verið tileinkaður baráttu gegn krabbameini hjá konum og hefur bleiki liturinn verið einkennislitur mánaðarins.

Að þessu tilefni hefur verið opnuð bleik sýning sem mun standa allan mánuðinn í húsnæði HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Eiðistorgi. Sýningarmunir eru fjölbreyttir en eiga það allir sameiginlegt að vera bleikir.

Óskað var eftir munum á sýninguna og var bleiki liturinn eina skilyrðið. Tuttugu og fjórir listamenn og hönnuðir eiga verk á sýningunni, en þeir eru: Arndís Jóhannsdóttir, Bjarni Sigurðsson, DayNew (Dagný Gylfadóttir), Dóra Emils, Guðrún Halldórsdóttir, Guðrún Kolbeins, Halla Ásgeirsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hjartalag ( Hulda Ólafsdóttir), Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Ingunn Erna, Margrét Guðnadóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Olga Bergljót, Ragna Ingimundardóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Svafa Björg Einarsdóttir, USart/design (Unnur Sæmundsdóttir), Úlfar Sveinbjörnsson, Þórdís Baldursdóttir og Þórdís Sigfúsdóttir.

Verkin á sýningunni eru til sölu munu sýnendur gefa hluta eða allan ágóða af seldum verkum til Krabbameinsfélagsins. 

 Sýningin er opin alla virka daga kl. 9 – 16.