Það er mjög ánægjulegt að segja frá því að mikil og góð viðbrögð hafa komið við sýningunni Bráðum kemur betri tíð… sem haldin verður í apríl. Eins og fram kom í fyrri kynningu mega verkin vera úr hvaða hráefni sem er, eina skilyrðið er gulur litur en þemalitur sýningarinnar er gulur.
Tilkynna þarf um áhuga á þátttöku fyrir 15. mars og verkum skal skilað sem fyrst eftir það en í síðasta lagi 25. mars. Valið verður inn á sýninguna.
Sýningin verður haldin í rými HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Eiðistorgi og mun verða opnuð föstudaginn 1. apríl.
Vinsamlegast hafið samband fyrir 15. mars á handverk@handverkoghonnun.is ef þið eigið verk eða eruð með verk í undirbúningi sem gætu passað inn í þetta gula, bjarta þema.