Brandy notar fjölbreyttar aðferðir í myndlist og fatahönnun, sem dæmi má nefna vefnað, þæfingu, jurtalitun, útsaum og sníðagerð.
Frekari upplýsingar hér fyrir neðan og hægt er að sjá fleiri verk eftir Brandy hér:
@brandy_godsil
@atelier_godsil
@intertwinearts
Undanfarin ár hefur Brandy hannað efni og snið á hátísku fötum og búningum fyrir stórviðburði í tónlistar- og kvikmyndaheiminum.
Brandy útskrifaðist frá Maryland Institute College of Art árið 2009 með BFA gráðu í textíllist og tilraunakenndri fatahönnun. Eftir útskrift var hún í starfsnámi í klæðskurði og sníðagerð í New York. Sumarið 2022 stundaði hún nám í tilraunakenndri fatahönnun við Central Saint Martins í London og myndlist í Parsons School of Design í New York. Nú kennir Brandy textíllist, fatasaum, fatahönnun og teikningu í Norður-Karólínufylki í Bandaríkjunum og víðar.
Hún stofnaði félagasamtökin, Intertwine Arts, sem kenna fólki með þroskahömlun að vefa. Þar starfar hún sem ráðgjafi og kennari.
Árið 2023 var Brandy í gestavinnustofu í Oaxaca í Mexíkó með Thread Caravan og Texere. Maí mánuði varði hún svo í Ós gestavinnustofu hjá Textílmiðstöðinni á Blönduósi.
Hægt er að skrá sig með því að senda línu á textilfelagid@gmail.com.
Fyrirlesturinn kostar 1000 kr. fyrir þá sem ekki eru meðlimir í Textílfélaginu.
Kaffi og te í boði.
Greitt inn á reikning félagsins:
0133-26-020432
kt: 580380-0189
Skýring: Fyrirlestur