Mánudagskvöldið 25. mars kl. 19.30 heldur eistneska vefnaðarlistakonan Kadi Pajupuu fyrirlestur í húsnæði Heimilisiðnaðarfélags Íslands í Nethyl 2e. Kadi kennir við Pallas Listaháskólann í Tartu í Eistlandi en hún er stödd hér á landi m.a. til að kenna á vefnaðarnámskeiði. Kadi hefur þróað aukahluti á vefstóla til að leika sér með uppistöðuna, breyta spennunni og breiddinni á vefnaðinum. Hún hefur haldið námskeið og sýnt verk sín víða um heim. Áhugafólk um textíl og vefnað skyldi ekki láta fram hjá sér þetta tækifæri til að kynnast þessari einstöku listakonu.
Nánari upplýsingar um Kadii og verk hennar má nálgast hér: www.railreed.ee
Fyrirlesturinn er á vegum Heimilisiðnaðarfélagsins í samvinnu við Textílfélagið. Aðgangseyrir er 1.000 kr.