25. ágúst, 2022
FG
Sigrún Ólöf Einarsdóttir glerlistakona opnaði sýningu sína BROT í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 25. ágúst. Sýningin er hugsuð sem óður til náttúrunnar.
Í 40 ár hefur glerið verið félagi Sigrúnar, meistari og þjónn sem hún nýtir til þess að minna á óravíddir andstæðnanna í náttúrunni.
Opið virka daga 10-18:30, föstudaga 10-17, laugardaga og sunnudaga 11-14.
ATH! Alla laugardaga og sunnudaga meðan á sýningu stendur verður listakonan á staðnum kl 11-14. (ATH! um helgar er gengið inn frá Eiðistorgi 2. hæð)
Sýningu lýkur 12. september.
Sjá nánar hér