Ertu á leið í ferðalag og langar til að búa til persónulega dagbók tengda ferðinni? Fimmtudaginn 22. júní, kl. 16-18, verður boðið upp á námskeið í gerð ferðadagbóka í Borgarbókasafninu Sólheimum, Sólheimum 27. Leiðbeinandi er listakonan Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og er námskeiðið haldið í tengslum við sýningu á ferðadagbókum hennar í safninu.
Takmarkaður fjöldi kemst að og er nauðsynlegt að skrá sig með því að senda póst á gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is