PoP-UP Lifandi handverk í Ráðhúsi Reykjavíkur!

Á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem fer fram dagana 7-11 nóvember munu tveir listamenn sýna lifandi handverk sitt. Þessir sérstöku pop-up viðburðir munu fara fram laugardaginn 9. nóv og sunnudaginn 10. nóv. Á viðburðunum munu listamenn vera að vinna að sínu handverki og hönnun og sýna gestum sýningarinnar sérhæft handbragð og verklag sitt.
 
Laugardaginn 9. nóvember kl. 12-18.
BOTANICAL SCULPTURES FROM LEATHER
By Tatiana Solovyeva
Leður. Sjálfbær hliðarafurð matvælageirans. Á hverju ári fer verulegt magn dýraskinna, og enn stærra hlutfall fiskiroðs, til spillis. Á hverju ári fer verulegt magn afgangsleðurs til spillis í fataiðnaðinum. Á hverju ári fer ógrynni gamalla leðurflíka í ruslið. Á hverju ári fara fleiri tonn af afskornum blómum í ruslið.
Úr leðrinu skapa ég umhverfisvænu blómin mín.
Leather. The sustainable co-product of food industry. Year after year, significant numbers of cattle hides and fish skins are put into waste. Year after year, a significant amount of left-over leather is put into waste by the garment industry. Year by year, our leather garments age, and many end up in waste. Year after year, megatons of short-lived cut flowers are put into waste.
I turn leather into sustainable flowers.
www.leatherin2flowers.com
 
Sunnudaginn 10. nóvember kl. 12-18
Afturganga - Sandalasettið
eftir Gunnu Maggý
Gunna Maggý kynnir nýja vöru til sögunnar þar sem þú verður þinn eigin gæfusmiður og færð loksins tækifæri á að smíða þér eitt laglegt sandalapar úr eðal náttúrusútuðu leðri sem kemur frá litlum viðurkenndum sútunarstöðvum frá Ítalíu. Erfitt er að nálgast sum þessara efna eða kaupa í litlu magni og þess vegna er ég búin að safna þeim saman í einn kassa fyrir þig.
Göngum aftur!
 
Verið hjartanlega velkomin!