Snagar
Hakk Gallery
Óðinsgötu 1 RVK
28. febrúar 2025
kl. 17.00
HAKK Gallery opnar samsýninguna Snaga þann 28. febrúar næstkomandi, þar sem 30 hönnuðir, listamenn, handverksfólk og arkitektar sýna veggsnaga í sinni fjölbreyttustu mynd, efni og formi.
Þátttakendur eru bæði innlendir og erlendir, með margs konar bakgrunn og reynslu, nýútskrifaðir sem og landskunnir. Inntak sýningarinnar er einfalt en um leið flókið í einfaldleika sínum: Hvað er snagi?
Sýningin er afturlit til sambærilegrar sýningar sem haldin var í Gallerí Greip á Listahátíð 1996. Nokkrir þátttakenda þeirrar sýningar taka nú þátt aftur, tæpum 30 árum síðar. Sýningin á Listahátíð bar vel með sér tíðarandann í lok síðustu aldar en nú er tími kominn til að líta aftur, rýna í þær miklu breytingar sem orðið hafa á samfélaginu um leið og horft er fram á veg.
Þátttakendur/participants: Tinna Gunnarsdóttir,Studio Granda, Sigríður Sigurjónsdóttir, Pétur Örn Friðriksson, Þór Sigurþórsson ,Tobia Zambotti, Theodóra Alfreðsdóttir, And Anti Matter, Logi Pedro, Hanna Dís Whitehead, Johanna Seelemann, Björn Blumenstein, Salóme Hollanders, Hulda Katarína Sveinsdóttir, Of a space, Thomas Pauz, Katrín Ólína , Andreas Vange, Knowing the ropes, Theresa Himmer, Hugdetta, Sigurrós Björnsdóttir, Guðný Rúnarsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, David Taylor, Åsa Lockner, Helgi Gíslason, Ryan Sullivan & Oliver Devany, Kris & Valdi, Atelier Fig, Halldór Úlfarsson & Kamilla Henriau, Ragnheiður Gestsdóttir
HAKK Gallery hlaut styrk úr Hönnunarsjóði Íslands haustið 2024.
Handverk og Hönnun eru sérstakir samstarfsaðilar að sýningunni.