DesignTalks 2023 fer fram þann 3. maí í Hörpu og varpar ljósi á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í samfélagslegum og hnattrænum breytingum.
Í ár tekst DesignTalks á við spurninguna Hvað nú? með áhrifamiklum erindum frá fjölbreyttum hópi fólks sem nálgast lausnir framtíðarinnar á skapandi hátt í gegnum hönnun og arkitektúr.