Philippe Ricart er búsettur á Akranesi, hann er einn af okkar fremstu listhandverksmönnum er mjög fjölhæfur og hefur starfað í mörg ár. Philippe er fæddur í Frakklandi en hefur búið á Íslandi í áratugi. Bókamerkin sem Philippe gerir eru úr hör og hefur Philippe ákveðið að birta spjaldofið bókamerki í hverri viku árið 2019.
Spjaldvefnaðurinn er ein af elstu listgreinum Íslendinga. Philippe kynntist spjaldvefnaðinum fyrir tæpum fjórum áratugum og fannst honum hann strax mjög heillandi, tæknin fjölbreytt og margslungin, möguleikarnir nær endalausir.
Philippe vinnur mest úr íslensku hráefni og aðallega úr íslenskri ull.
Á Facebook síðu Handverksstofu Philippe Ricart er hægt að fylgjast með framvindunni