Kvöld- og helgarnámskeið eru af margvíslegum toga. Sem dæmi má nefna námskeið í teikningu, olíumálun, húsgagnaviðgerðum, málmsuðu, gítarsmíði, silfursmíði, trésmíði og saumanámskeið.
Endurmenntunarskólinn býður einnig upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Einnig er boðið upp á réttindanámskeið og undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf.
Hér er hægt að kynna sér fjölbreytt úrval námskeiða Endurmenntunarskólans