Endurnýting er málið!

Endurnýting er málið!

Rusl getur verið fyrirtaks efniviður í allskonar handverk. Þannig má breyta umbúðum utan af kaffi í dýrindis smákröfur og jafnvel töskur og buddur. Hjá Heimilisiðnaðarskólanum eru tvö námskeið í endurnýtingu kaffipoka á dagskrá á næstunni.

Fléttun kaffipoka - örnámskeið!

Kennd eru undirstöðuatriði í fléttun kaffipoka með því að gera litla körfu. Notaðir eru kaffipakkar sem skornir eru niður í lengjur. Nemendur mæti með eigin kaffipoka, skurðamottu, skurðahníf og bréfa- eða þvottaklemmur. Hægt að fá kaffipoka á staðnum og áhöld að láni.
Kennari: Astrid Björk Eiríksdóttir
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 25. október 2016 - eitt þriðjudagskvöld kl. 18:30-21:30.
Námskeiðsgjald: 7.000 kr (6.300 kr fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.
Staðsetning: Heimilisiðnaðarskólinn, Nethyl 2e

Fléttun kaffipoka - skáfléttun

Á námskeiðinu er kennd skáfléttun með lengjum úr endurnýttum kaffipökkum. Fléttuð er karfa sem kennir undirstöðuatriðin í verkinu. Nemendur mæti með eigin kaffipoka, skurðamottu, skurðahníf og bréfa- eða þvottaklemmur. Hægt að fá kaffipoka á staðnum og áhöld að láni. Skáfléttun gefur aukna möguleika á fjölbreyttum hlutum, svo sem körfum, buddum og veskjum.
Kennari: Astrid Björk Eiríksdóttir
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 14. og 16. nóvember 2016 - mánudag og miðvikudag kl. 18:30-21.30.
Námskeiðsgjald: 14.400 kr (12.960 kr fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.
Staðsetning: Heimilisiðnaðarskólinn, Nethyl 2e

Skráning
Skráning fer fram á netfangið skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 5515500