Eplakarfa ... eða prjónakarfa?
Námskeiðið er tvö mánudagskvöld 11. og 18. febrúar kl. 18-21. Kennd eru undirstöðuatriði í körfuvefnaði en námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nemendur læra að gera stóra og myndarlega körfu. Körfugerðin tekur tvö kvöld með heimavinnu. Hægt er að skreyta körfuna á ýmsan hátt t.d. með lituðum tágum og snæri. Kennt verður að lita körfuna í lok námskeiðs.
Námskeiðsgjald: 18.400 kr. (16.960 kr. fyrir félagsmenn HFÍ) - efni er innifalið.
Skráning á netfangið: skoli@heimilisidnadur.is