Markmið Menningarnætur er að hvetja borgarbúa til þátttöku með því að beina kastljósinu að því fjölbreytta og ríkulega framboði af menningarviðburðum og kraftmikilli menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða. Dagskráin er gestum að kostnaðarlausu og þar með séð til þess að allir gestir geti notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru.
Ertu með viðburð og langar að taka þátt? Ertu með stað en vantar áhugaverðan viðburð? Eða ertu kannski bæði með viðburð og stað? Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá skrifstofu menningarmála í síma 411 6000 eða senda tölvupóst á menningarnott@reykjavik.is