The European Prize for Applied Arts eru veitt af BeCraft sem eru belgísk samtök sem miða að því að að verðlauna bestu samtímaverkin í nytjalist og handverki í Evrópu. Sýningu á tilnefndum verkum sem haldin var í Mons í Belgíu lauk þann 6. mars sl. og þá var tilkynnt um þau verk sem nutu mestrar hylli sýningargesta. Það var hin franska Marie-Anne Thieffry sem hlaut þau verðlaun fyrir einstök verk sín úr pappa. Nákvæmni, glæsileiki og fágun í óhefðbundnu efni í heimi nytjalistarinnar. Sjón er sögu ríkari.
Smellið hér til að skoða fleiri verk frá Marie-Anne Thieffry.
Aðalverðlaunin voru veitt í lok síðasta árs þegar sýningin var opnuð en það var Edu Tarin sem hlaut WCC Europe Prize 2021 og Pernille Braun hlaut viðurkenningu frá menningarráðuneyti Vallóníu sem er frönskumælandi hluti Belgíu. Sýnendur og verðlaunahafar eru valdir af alþjóðlegri dómnefnd sem skipuð er sérfræðingum.
Hér er hægt að skoða vef BeCraft og kynna sér starfsemi þeirra.