Feldfé hefur verið ræktað í V-Skaftafellssýslu frá 1980. Við ræktun á feldeiginleikum er horft til annarra ullareiginleika en almennt er gert hjá íslensku sauðfé. Í feldræktun er sóst eftir því að háragerðin sé sem jöfnust (tog og þel) og hárin falli í sterka hæfilega stóra, gljáandi lokka sem ná alveg inn að skinni. Elísabet Jóhannsdóttir kynnir feldfé / feldræktun, kemur með band spunnið af feldfé, handsútaðar gærur og gærur sútaðar í Svíþjóð.
Sjón er sögu ríkari - allir velkomnir.