Vorsýning í stássstofu Skriðuklausturs var opnuð 17. apríl.
Sýningin nefnist "Ferð til fjár" og unnin í samvinnu HANDVERKS OG HÖNNUNAR og Gunnarsstofnunar og er inntak hennar íslenska sauðkindin. Á sýningunni getur að líta fjölbreytt handverk og listmuni víða að af landinu.
Sýnendur eru:
Anna Gunnarsdóttir - Ásthildur Magnúsdóttir - Hélène Magnússon - Fræðasetur um forystufé - Sólóhúsgögn - Ullarselið
Sýningin stendur til 24. maí 2021
Opið alla daga frá kl. 12 til 17.
Þjónusta verður með þeim hætti sem sóttvarnaryfirvöld heimila og mæla fyrir um.