Bækurnar eru með ýmsu sniði, af ýmsum stærðum og gerðum og búnar til úr fjölbreyttu hráefni. Það sem ræður útliti bókarinnar er t.a.m. lengd ferðalagsins og svo mismunandi efnisval Önnu.
Síður bókarinnar eru jafnmargar ferðadögunum og jafnframt skreyttar meðal annars með dagbókarskrifum, teikningum, lestarmiðum, miðum á listasöfn, póstkortum, auglýsingapésum. Á sýningunni má m.a. sjá ferðadagbækur frá ferðum til Nepal, Ísrael, Svíþjóðar, Sýrlands og Spánar.
Í tengslum við sýninguna verður boðið upp á námskeið í ferðadagbókargerð í byrjun júní sem verður auglýst síðar.