Íshús Hafnarfjarðar er fimm ára!
Verið velkomin í afmæli Íshússins á laugardaginn milli kl. 13 og 17
Ævintýrið byrjaði fyrsta júlí árið 2014 þegar byrjað var að standsetja 500 fm pláss í frystihúsinu við Strandgötuna með það að markmiði að búa til umgjörð fyrir fjölbreytta starfsemi tengda hönnun, handverki og listum. Vinnustofurýmin voru lítil og opin og tíu talsins í byrjun og formlega opnun var haldin 22. nóvember.
Í dag eru þrjátíu rými um allt húsið og fólkið okkar vinnur við keramik, textíl, vöruhönnun, gullsmíði, ritstörf, grafík, smíðar og fleira og fleira.