Námskeiðið er ætlað byrjendum en hentar einnig þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Farið er í; grunnþætti uppsetningar, grunnbindingar einskeftu og vaðmáls og samsettar bindingar. Lögð er áhersla á hvernig nota má liti, efni og bindingar sem útkomu á munstri. Kennari aðstoðar við val á verkefnum sem geta verið værðarvoðir, púðar, borðrenningar, diskamottur o.fl.
Kennari: Sigríður Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 12 skipti = 36 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.
9. febrúar - 9. mars , laugardaga kl. 9 - 12 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18 - 21. 9., 12., 14.,16.,19.,21., 23., og 28. febrúar og 2., 7., 9., og 14. mars.
Fyrstu tvær vikurnar kennt þri., fim. og lau. en næstu þrjár vikur fim. og lau.
Námskeiðsgjald: 91.800 kr. (82.620 kr. fyrir félagsmenn) - Vefjarefni er ekki innifalið.
Staðsetning: Nethylur 2e
Skráning: skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500.