Fjarvídd á ljóshraða er tveggja daga námskeið þar sem nemendur fá mikla þjálfun í fjarvíddarteikningu.
Farið verður í aðferðir við að teikna innan- og utanhússrými með áherslu á geometríu og hlutföll. Fjarvíddin verður skoðuð út frá einum og tveimur punktum. Nemendur kynnast hraðskissuaðferðum og í lok námskeiðs verða umræður þar sem farið verður yfir verk nemenda.
Kennari námskeiðsins er Illugi Eysteinsson.
Illugi Eysteinsson útskrifaðist sem umverfishönnuður frá Parsons School of Design '89 og eftir það sótti hann sér gráðu í myndlist og arkitektúr frá Central Saint Martins. Illugi er einnig menntaður listkennari og hefur kennt víðsvegar um heiminn þ.á m. Central Saint Martins í London og International Design School í Moskvu og Pétursborg.
Námskeiðið hentar fyrir byrjendur sem og lengra komna og er tilvalið fyrir þá sem vilja læra að greina og teikna rými í réttum hlutföllum.
Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér.