Fjörutíu skynfæri - útskriftarsýning LHÍ

Fjörutíu skynfæri er heiti útskriftarsýningar nemenda í hönnun og arkitektúr við Listaháskóla Íslands.

Sýningin opnar í Gerðarsafni, Kópavogi sunnudaginn 30. ágúst 2020.
Sýningin stendur til 13. september 2020, aðgangur að sýningunni er ókeypis.
Á sýningunni má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020. Verkin eru lokapunkturinn á þriggja ára lærdómsferli nemenda og miðla persónulegri sýn þeirra á viðfangsefni sem snerta bæði samfélagslegan veruleika, tilfinningalíf, umhverfi og vissu og óvissu um framtíðina. Verkefnin bera hvert á sinn hátt vott um skapandi og frjóa nálgun í hönnun og arkitektúr. Öll byggja þau á samstarfi og samvinnu, þekkingarleit, tilfinningum og klókindum þar sem við sögu koma í það minnsta fjörutíu skynfæri og skynjanir, s.s. hungur, þorsti, jafnvægi, kláði, kvíði, snerting, hjartsláttur, skjálfti, hreyfing, hljóð og hiti.
Sýningastjórar eru Anna María Bogadóttir, Atli Bollason, Linda Björg Árnadóttir og Ólöf Rut Stefánsdótttir
 

Viðburðir og leiðsagnir á sýningartíma

Þriðjudagur 01.09.2020
Tískusýning fatahönnunarnema fer fram í benni útsendingu á visir.is,
aðeins verður hægt að fylgjast með tískusýningunni á netinu.
 
Fimmtudagur 03.09.2020
Sýning fatahönnunarnema opnar
Stúdíó Gerðar, fyrstu hæð
 
Fimmtudagur 03.09.2020
Útgáfuhóf Mænu 2020
Anddyri
 
Sunnudaginn 06.09.2020
*miðast við fjöldatakmarkanir
12:00 – 13:00
Leiðsögn um sýningu fatahönnunarnema
Linda Björg Árnadóttir, sýningarstjóri námsbrautar í fatahönnun
Stúdíó Gerðar, fyrstu hæð
13:00 – 14:00
Leiðsögn um sýningu arkitektúrnema
Anna María Bogadóttir, sýningarstjóri námsbrautar í arkitektúr
Hefst í anddyri safnsins
14:00 – 15:00
Leiðsögn um sýningu nemenda í grafískri hönnun
Atli Bollason, sýningarstjóri námsbrautar í grafískri hönnun
Hefst í anddyri safnsins
15:00 – 16:00
Leiðsögn um sýningu vöruhönnunarnema
Ólöf Rut Stefánsdóttir, sýningarstjóri námsbrautar í vöruhönnun
Hefst í anddyri safnsins