Sýningin nefnist Floating Emotions (ísl. fljótandi tilfinningar) og vísar til blendinna tilfinninga um að fljóta í gegnum lífið og ná jafnvægi. Þema sýningarinnar byggir á ástandi/tímabilum sem litað hafa líf listamannsins þar sem vatn og máttur þess er í aðalhlutverki við túlkun á innri og ytri veruleika.
Sýningin samanstendur af textílverkum og smáskúlptúrum. Textílverkin eru unnin með útsaumi, krosssaumi og flostækni (e. tufting). Verkin eru öll handgerð, þ.e. ekki er notast við nein vélknúin verkfæri, einungis hefðbundnar handverksaðferðir.
Sýningin stendur til og með 13. október.