Sýningin” Foldarskart” eftir listakonuna Louise Harris hefur verið opnuð í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Louise hefur undanfarin ár gert tilraunir með íslenska ull, einkum þel. Um er að ræða þæfð verk með blandaðri tækni s.s. útsaumi, prjóni og hekli. Verkin hafa skírskotun til íslenskrar náttúru með öllum sínum breytileika í litum og tónum. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, hefur aðstoðað listakonuna við uppsetningu sýningarinnar.
Markmið sumarsýningarinnar er að auka við sýningarflóru Heimilisiðnaðarsafnsins. Einnig að gefa íslensku textíllistafólki möguleika á að sýna list sína. Slíkar listsýningar veita safngestum nýja og fjölbreytta sýn á íslenska handiðn sem og hvernig hægt er að tengja hana á mismunandi og nýstárlegan hátt við safnmuni fortíðar þ.e. við þjóðararfinn.
Safnið er opið alla daga frá 1 júní til 31. ágúst frá kl. 10:00 – 17:00 og á öðrum tímum ársins eftir sérstöku samkomulagi.