FORN VINNUBRÖGÐ Í TRÉ & JÁRN

FORN VINNUBRÖGÐ Í TRÉ & JÁRN Í Þjóðminjasafni Íslands 25. september 2019

Málþing um forn vinnubrögð í tré og járn, handverkskunnáttu og hagleikssmíði í minningu Gunnars Bjarnasonar (1949-2014)

Í nokkrum erindum og myndum verður sagt frá störfum Gunnars heitins Bjarnasonar húsasmíðameistara en hann hefði orðið 70 ára í ágúst á þessu ári. Brugðið verður upp myndum úr ævistarfi Gunnars og af nokkrum verka hans, sýndar teikningar, verkfæri hans kynnt og hugleiðingar hans og rannsóknir á verkmenningu fyrri alda. Flutt verða erindi um nokkur verka hans og samstarf þeirra sem að því komu.

DAGSKRÁ 25. SEPT. 2019

13.15: Ávarp KRISTÍN HULD SIGURÐARDÓTTIR, forstöðumaður Minjastofnunar.

13.30: ÞORSTEINN GUNNARSSON, arkitekt, segir frá Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal, sem reist var á 14. öld og stóð í 500 ár uns hún var rifin. Húsið var endurbyggt og tekið í notkun á ný árið 2002.

13.45: ÞORSTEINN BERGSSON, framkvæmdastjóri Minjaverndar hf., fjallar í stuttu máli um starfsemi félagsins og verkefni þess, varðveislu byggingararfs og handverkskunnáttu og kynni sín og samstarf við Gunnar Bjarnason.

14.00: STEFÁN ÖRN STEFÁNSSON, arkitekt, segir frá tilgátunni um Eiríksstaði í Haukadal, Þjóðhildarkirkju og skálann í Brattahlíð á Grænlandi sem öll voru reist um aldamótin.

14.15: Leiðsögn um sýninguna og í framhaldi verður sýnd stutt mynd m.a. um smíði timburverksins í Eiríksstaðabænum sem fram fór í skemmu í Kópavogi og fleiri verk sem Gunnar kom að.

14.45: ATLE OVE MARTINUSSEN, sagnfræðingur og forstöðumaður Vestnorsk kulturakademi í Voss í Noregi, fjallar um samstarf þeirra Gunnars í Noregi og við Auðunarstofu og stöðu fornrar verkmenningar þar með tilliti til varðveislu menningarminja.

15.15: INGI BOGI BOGASON, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir frá því hvernig tengja megi eldri handverksþekkingu við iðnnám nútímans.

15.30: SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, sagnfræðingur, segir frá uppbyggingu Fornverkaskólans og tengslum hans við iðnnám við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki.

15.45: Slit málþingsins MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR, þjóðminjavörður.

Að málþinginu loknu verða almennar umræður og léttar veitingar.

Stjórnandi málþingsins: Málfríður Finnbogadóttir

Að málþinginu standa: Vinir og samstarfsmenn Gunnars, Minjastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Samtök Iðnaðarins og Byggiðn veittu fjárstyrk til verkefnisins.

Vefur Þjóðminjasafns Íslands