Þar verða sýnd verk átta leirlistamanna sem sérhæfa sig í brennslu keramiks með lifandi eldi. Listaverkin bera mark náttúrunnar því ásamt eldinum eiga vindurinn, rakinn og hitastigið þátt í sköpuninni. Listamaðurinn er því ekki allsráðandi í ferlinu heldur þátttakandi í samvinnu með alheiminum.
Allir hjartanlega velkomnir.