Fimmtudaginn 12. ágúst verður markaðurinn opnaður í 37. sinn. Frue Plads markaðurinn er einn sá stærsti á norðurlöndunum. Allir meðlimir Danske Kunsthåndværkere og Designere geta tekið þátt í markaðinum og eru þátttakendur á annað hundrað listiðnaðarmenn og hönnuðir. Gestir geta fundið skartgripi, trémuni, verk í leir og gler, vefnað, leðurvörur og margt fleira á Frue Plads um helgina.
Á opnunardeginum þann 12. ágúst verða verðlaun markaðarins „Håndfuglen“ afhend en þau eru veitt fyrir besta einstaka hlutinn og bestu nýju vöruna.
Það er ókeypis aðgangur að svæðinu og opnunartíminn er eftirfarandi:
Fimmtudagur 12/8 kl. 12-19
Föstudagur 13/8 kl. 10-19
Laugardagur 14/8 kl. 10-16
Lesa má nánar um Frue Plads markaðinn og sjá kynningu á öllum þátttakendum á https://dkod.dk/fruepladsudstillere/