Um 130 framúrskarandi listamenn á sviði textíls, leirlistar, glers, skartgripa, grafískrar hönnunar taka þátt. Sýnendur koma alls staðar að Danmörku og nokkrir frá öðrum löndum, þar á meðal frá Svíþjóð og Finnlandi.
Sýningin er haldin af dönsku handverks- og hönnunarsamtökunum Danske Kunsthåndværkere og Designere og geta meðlimir þeirra samtaka tekið þátt.
Á þessu ári fagnar sýningin 35 ára afmæli og af því tilefni mun Niko Grünfeld menningarborgarstjóri Kaupmannahafna opna sýninguna kl. 12:00 þann 9. ágúst.
Það er ókeypis aðgangur að svæðinu og opnunartíminn er eftirfarandi:
Fimmtudagur 9/8 kl. 12-19
Föstudagur 10/8 kl. 10-19
Laugardagur 11/8 kl. 10-16
Hér má lesa nánar um Frue Plads Marked og sjá kynningu á öllum þátttakendum.