FYRIRLESTRAR og SMÁSTUNDAMARKAÐUR

FYRIRLESTRAR og SMÁSTUNDAMARKAÐUR verða í Hönnunarsafni Íslands fimmtudaginn 22. ágúst kl. 17.30

Regína Bjarnadóttir, þróunarhagfræðingur og framkvæmdarstjóri Auroru velgerðasjóðs segir frá tildrögum og mótun verkefnisins Sweet Salone. Guðbjörg Káradóttir leirkerasmiður og þátttakandi í Sweet Salone flytur fyrirlestur undir yfirskriftinni LISTIN AÐ FERÐAST OG LEIRA Í LEIÐINNI.

Sweet Salone er samstarfsverkefni íslenskra hönnuða, Auroru velgerðasjóðs og handverksfólks í Sierra Leone. Verkefnið varð til að frumkvæði Auroru Velgerðasjóðs árið 2017. Markmiðið er að skapa tækifæri og atvinnu fyrir handverksfólk í Sierra Leone samtímis því að víkka sjóndeildarhring allra þeirra sem taka þátt. Útkoman er einstakt verkefni og ævintýri þar sem vinátta, hönnun, handverk, sjálfbærni og viðskipti haldast í hendur.

Samtímis verður haldin smástundamarkaður á Sweet Salone vörum í safnbúð Hönnunarsafns Íslands en auk Guðbjargar hafa As We Grow, Kron by Kron Kron og 1+1+1 tekið þátt í verkefninu og þróað vörur í samstarfi við um tuttugu og fimm handverksmenn og konur í Sierra Leone.

Aðgangseyrir á safnið gildir á fyrirlesturinn.

Viðburðurinn á Facebook