Í tengslum við vinnustofuna SAFNIÐ Á RÖNGUNNI, íslensk myndmálssaga, mun Guðmundur Oddur Magnússon halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Nýklassík og handverkshreyfingin.
Fyrirlesturinn fer fram í vinnustofu Godds í Hönnunarsafni Íslands, sunnudaginn 17 maí kl. 13.00.
Gestafjöldi verðu takmarkaður við 20 manns vegna 2m reglunnar. Gestir þurfa að kaupa miða fyrirfram með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.
Verkefnið hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði og er unnið í samvinnu við Hönnunarsafn Íslands, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og Listaháskóla Íslands.